Nicklaus: McIlroy á langt í land í að verða sá besti Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 20:30 Jack Nicklaus. Mynd. / AFP Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira