Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2011 10:02 Mynd af www.svak.is Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra. Eftir drykklanga stund festist maðkurinn í öðrum "laxanna" og á land kom blágrár ruslapoki þessum vönu veiðimönnum til mikilla vonbrigða. Talsvert hefur að venju veiðst af ágætum urriða í Mýrarkvísl það sem af er sumri. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði
Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra. Eftir drykklanga stund festist maðkurinn í öðrum "laxanna" og á land kom blágrár ruslapoki þessum vönu veiðimönnum til mikilla vonbrigða. Talsvert hefur að venju veiðst af ágætum urriða í Mýrarkvísl það sem af er sumri. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði