Ítalía ógnar tilvist evrunnar 11. júlí 2011 13:11 Neyðarfundur æðstu embættismanna ESB í dag er til vitnis um að evrusamstarfið hefur aldrei verið í jafnmikilli hættu og nú. Fundurinn fjallar um stöðuna á Ítalíu en hún ógnar nú tilvist evrunnar. Evran hefur fallið töluvert gagnvart dollar síðan að fréttir fór að berast af neyðarfundinum. Í augnablikinu er gengið um 1,4 dollara fyrir evru en fyrir helgina var gengið 1,45. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar er haft eftir Jacob Graven aðalhagfræðingi Sydbank að staðan sé alvarleg þar sem Ítalía er eitt af stærstu hagkerfunum á evrusvæðinu, raunar það fjórða stærsta mælt í landsframleiðslu. „Hagkerfi Ítalíu er þrefalt stærra en samanlögð hagkerfi Grikklands, Írlands og Portúgal. Það væri því ekki vinnandi vegur fyrir önnur ESB lönd að safna saman nægu fé til að bjarga Ítalíu," segir Graven. Það sem einkum hefur haldið Ítalíu frá sviðsljósinu hingað til er Giulio Tremonti hinn dugmikli fjármálaráðherra landsins. Það að fjárhagslegur stormur er skollinn á í Ítalíu er einkum vegna orðróms um að Tremonti sé kominn í ónáð hjá Silvio Berlusconi forsætisráðherra og sé jafnvel á leið út úr ríkisstjórn Berlusconi. Einnig er uppi orðrómur um að Tremonti sé sjálfur viðriðinn hneykslismál. Nóg er fyrir af þeim á könnu Berlusconi. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Neyðarfundur æðstu embættismanna ESB í dag er til vitnis um að evrusamstarfið hefur aldrei verið í jafnmikilli hættu og nú. Fundurinn fjallar um stöðuna á Ítalíu en hún ógnar nú tilvist evrunnar. Evran hefur fallið töluvert gagnvart dollar síðan að fréttir fór að berast af neyðarfundinum. Í augnablikinu er gengið um 1,4 dollara fyrir evru en fyrir helgina var gengið 1,45. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar er haft eftir Jacob Graven aðalhagfræðingi Sydbank að staðan sé alvarleg þar sem Ítalía er eitt af stærstu hagkerfunum á evrusvæðinu, raunar það fjórða stærsta mælt í landsframleiðslu. „Hagkerfi Ítalíu er þrefalt stærra en samanlögð hagkerfi Grikklands, Írlands og Portúgal. Það væri því ekki vinnandi vegur fyrir önnur ESB lönd að safna saman nægu fé til að bjarga Ítalíu," segir Graven. Það sem einkum hefur haldið Ítalíu frá sviðsljósinu hingað til er Giulio Tremonti hinn dugmikli fjármálaráðherra landsins. Það að fjárhagslegur stormur er skollinn á í Ítalíu er einkum vegna orðróms um að Tremonti sé kominn í ónáð hjá Silvio Berlusconi forsætisráðherra og sé jafnvel á leið út úr ríkisstjórn Berlusconi. Einnig er uppi orðrómur um að Tremonti sé sjálfur viðriðinn hneykslismál. Nóg er fyrir af þeim á könnu Berlusconi.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira