Örvænting ríkir á öllum mörkuðum 11. júlí 2011 14:00 Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Fjárfestar hafa verið á stöðugum flótta úr ítölskum ríkisskuldabréfum frá því að markaðir opnuðu í morgun og fer verð þeirra ört lækkandi. Á sama tíma hefur skuldatryggingaálag Ítalíu rokið upp og nálgast 300 punkta. Er álagið því orðið töluvert hærra en skuldatryggingaálag Íslands sem stendur í rúmum 230 punktum. Flóttinn úr ríkisskuldabréfunum hefur þýtt að verð á dollurum, gulli og svissneskum frönkum hefur rokið upp á móti en þetta eru hefðbundin skjól fjárfesta þegar á bjátar. „Það er örvænting í gangi á mörkuðunum. Allir kasta frá sér spilum sem þeir eiga í Ítalíu," segir Christian Hansen hjá Norne Securities í samtali við vefsíðuna e24.no. Fyrir utan að skuldatryggingaálag á ítalska ríkið hefur hækkað hefur það einnig rokið upp á ítölsku bankanna. Hansen segir að fjárfestar setji nú spurningamerki við ítalska bankageirann í heild sinni. Úrvalsvísitölur í helstu kauphöllum Evrópu hafa fallið um 1-2% frá því í morgun. Sömu sögu er að segja í Bandaríkjunum. Þar féll Dow Jones vísitala um 1% og Nasdag og S&P 500 um 1,2% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaðanna.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira