Viðskipti erlent

Hrunið á hlutabréfamörkuðum heldur áfram

Hrunið á hlutabréfamörkum í Evrópu heldur áfram í dag eftir blóðugan dag á Asíumörkuðum í nótt. Mest lækkar úrvalsvísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu eða um 4%.

Í frétt á Reuters segir að FTSEurofirst 300 vísitalan hafi lækkað um 2% vegna ástandsins á Ítalíu sem gæti orðið næsta evrulandið til að lenda í skuldakreppu. Úrvalsvísitölur í Frankfurt, París og Kaupmannahöfn hafa lækkað um 2% að jafnaði í morgun.

Það eru sérstaklega bankar sem verða hart úti. STOXX Europe 600 bankavísitalan hefur lækkað um 3,2%. Það eru ítalskir bankar sem draga þá vísitölu niður. Unicredit, stærsti banki Ítalíu hefur lækkað um rúm 7% og hafa hlutir í honum því lækkað um 25% á síðustu sex viðskiptadögum.

Bankar í öðrum Evrópulöndum fara ekki varhluta af þeim áhyggjum sem ríkja á mörkuðum í dag. Hlutir í Deutsche Bank hafa lækkað um 5,5% í morgun og hlutir í Commerzbank um 4,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×