Veiði

Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði

Karl Lúðvíksson skrifar
Flott veiði á Arnarvatnsheiði
Flott veiði á Arnarvatnsheiði
Við heyrðum í nokkrum félögum sem voru að koma úr helgarferð þar sem einn dagur var tekinn á Arnarvatnsheiði og annar á Skagaheiði.  Þeir lögðu af stað eldsnemma frá Blönduós á laugardagsmorgninum og byrjuðu á Arnarvatnsheiðinni.

Það er skemmst frá því að segja en heildarveiðin á 4 stangir eftir daginn var um 80 silungar og þeir sögðu að þeir hefðu getað veitt mun meira en menn voru bara komnir með nóg.  Mikið að fiski er í sumum vötnunum og hann er feitur og flottur þessa dagana og virðist hafa nóg æti.

Á sunnudeginum var farið uppá Skagaheiði og þar var laugardagurinn toppaður.  120 silungar á land og þar af nokkrir 4-6 punda!  Það var að sögn mikið líf í flestum vötnunum sem voru prófuð en menn velja sér 1-3 vötn til að eyða mestum tíma í enda fer mikill tími í að keyra á milli vatnana.

Það er allt lífríkið nokkuð á eftir áætlun miðað við t.d. árið í fyrra þannig að það er ennþá frábær tími framundan í hálendisveiðinni á landinu.








×