Grísk skuldabréf veðhæf hjá ECB hvað sem tautar og raular 5. júlí 2011 13:46 Evrópski seðlabankinn (ECB) mun taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veðum gegn lánum þótt að öll matsfyrirtæki heimsins nema eitt setji lánshæfiseinkunn Grikklands niður úr ruslflokki og í greiðslufall. Þetta kemur fram í Financial Times sem hefur staðhæfinguna eftir háttsettum starfsmanni ECB. Grísku skuldabréfin verða sumsé veðhæf hjá bankanum svo lengi sem eitt matsfyrirtæki finnst sem lýsir ekki yfir að Grikkland sé orðið gjaldþrota með því að gefa landinu lánshæfiseinkunnina D. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið í skyn að það muni ekki líta á endurskipulagningu á skuldum gríska ríkisins sem greiðslufall eins og Standard & Poor´s segist muni gera. Fitch hefur sagt að fyrirtækið muni setja lánshæfi Grikklands í „tímabundið greiðslufall“ en samt sem áður halda núverandi CCC einkunn á ríkisskuldabréfum landsins. Þar með opnast smuga fyrir ECB að halda áfram að taka við bréfunum sem veðum gegn lánum. Fram kemur í frétt á Reuters um þetta mál að sem stendur noti ECB matsfyrirtækin Moody´s, Standard & Poor´s, Fitch Ratings og DBRS til að meta lánshæfi viðskiptavina sinna. Hinsvegar metur DBRS ekki Grikkland. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) mun taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veðum gegn lánum þótt að öll matsfyrirtæki heimsins nema eitt setji lánshæfiseinkunn Grikklands niður úr ruslflokki og í greiðslufall. Þetta kemur fram í Financial Times sem hefur staðhæfinguna eftir háttsettum starfsmanni ECB. Grísku skuldabréfin verða sumsé veðhæf hjá bankanum svo lengi sem eitt matsfyrirtæki finnst sem lýsir ekki yfir að Grikkland sé orðið gjaldþrota með því að gefa landinu lánshæfiseinkunnina D. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið í skyn að það muni ekki líta á endurskipulagningu á skuldum gríska ríkisins sem greiðslufall eins og Standard & Poor´s segist muni gera. Fitch hefur sagt að fyrirtækið muni setja lánshæfi Grikklands í „tímabundið greiðslufall“ en samt sem áður halda núverandi CCC einkunn á ríkisskuldabréfum landsins. Þar með opnast smuga fyrir ECB að halda áfram að taka við bréfunum sem veðum gegn lánum. Fram kemur í frétt á Reuters um þetta mál að sem stendur noti ECB matsfyrirtækin Moody´s, Standard & Poor´s, Fitch Ratings og DBRS til að meta lánshæfi viðskiptavina sinna. Hinsvegar metur DBRS ekki Grikkland.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira