Viðskipti erlent

CMA: Minnsta lánaáhættan hjá Norðurlöndunum

Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins.

Noregur er það land heimsins sem er með lægsta skuldatryggingaálagið en það nemur aðeins 21 punkti. Í öðru sæti kemur Svíþjóð með 27 punkta álag, Finnland er í þriðja sæti með 35 punkta álag og Danmörk er í sjötta sæti þessa lista með rúmlega 44 punkta álag.

Ísland er enn á listanum yfir þau 20 lönd þar sem mesta lánaáhættan er til staðar. Þar skipar Ísland 14. neðsta sætið með skuldatryggingaálag upp á 229 punkta. Það þýðir að nú eru taldar 19,7% líkur á að Ísland lendi í þjóðargjaldþroti. Í kjölfar hrunsins haustið 2008 hinsvegar voru taldar yfir tvöfalt meiri líkur á að Ísland lenti í þjóðargjaldþroti.

Það kemur ekki á óvart að Grikkland er það land sem mesta lánaáhættan er til staðar og er Grikkland í neðsta sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 2.100 punkta. Að mati CMA eru um 80% líkur séu á að Grikkland endi í þjóðargjaldþroti.

Næst á eftir Grikklandi á botni listans koma svo Venesúela með skuldatryggingaálag upp á 989 punkta, þá Portúgal með álag upp á 798 punkta og síðan Írland með álag upp á 791 punkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×