Fyrsti laxinn í Elliðaánum 20. júní 2011 10:20 Gunnlaugur með fyrsta laxinn úr Elliðaánum í sumar Mynd: www.visir.is Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Þar með er rofin sú hefð að borgarstjóri renni fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum við opnun þeirra á vorin. Þessi breyting á þeirri áralöngu hefð að borgarstjórinn opni ánna hefur mælst vel fyrir og spurning hvort hér sé komin á ný hefð? Laxinn tók en sleit eftir smá baráttu en tók svo aftur og náðist þá á land. Krókurinn frá fyrri tökunni var ennþá í kjaftinum á honum þegar honum var landað. Stangveiði Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði
Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Þar með er rofin sú hefð að borgarstjóri renni fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum við opnun þeirra á vorin. Þessi breyting á þeirri áralöngu hefð að borgarstjórinn opni ánna hefur mælst vel fyrir og spurning hvort hér sé komin á ný hefð? Laxinn tók en sleit eftir smá baráttu en tók svo aftur og náðist þá á land. Krókurinn frá fyrri tökunni var ennþá í kjaftinum á honum þegar honum var landað.
Stangveiði Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði