Ein öflugasta flugan í göngulax Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2011 12:44 Collie dog Núna þegar laxinn er farinn að hellast í árnar er ágætt að taka fyrir eina gamla og góða flugu sem hefur reynst mönnum afskaplega vel við veiðar snemma á tímabilinu. Það er Collie Dog. Þessi fluga hefur verið mikið notuð hér á landi en notkun hennar þó minnkað mikið eftir að túbuvæðingin ýtti henni aðeins til hliðar. Eins og sést á myndinni svipar Sunray Shadow mikið til Collie Dog, en það er einmitt Sunray sem menn eru farnir að nota mikið í stað gömlu góðu flugunar. Hún er einföld í hnýtingu og afskaplega veiðin. Mest er hún notuð á flotlínu og þá gjarnan "strippað" inn nokkuð hratt, en það fer þó eftir hraða vatnsins hversu hratt hún er dregin inn. Þeim meiri hraði sem er á ánni, því minna þarftu að draga inn, það er meginreglan. Við hvetjum ykkur sem hafið aldrei hnýtt hana undir að prófa hana og láta það koma ykkur skemmtilega á óvart hvað laxinn getur nelgt hana af mikilli heift. Góða veiði Stangveiði Mest lesið Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Ytri Rangá opnaði í morgun Veiði
Núna þegar laxinn er farinn að hellast í árnar er ágætt að taka fyrir eina gamla og góða flugu sem hefur reynst mönnum afskaplega vel við veiðar snemma á tímabilinu. Það er Collie Dog. Þessi fluga hefur verið mikið notuð hér á landi en notkun hennar þó minnkað mikið eftir að túbuvæðingin ýtti henni aðeins til hliðar. Eins og sést á myndinni svipar Sunray Shadow mikið til Collie Dog, en það er einmitt Sunray sem menn eru farnir að nota mikið í stað gömlu góðu flugunar. Hún er einföld í hnýtingu og afskaplega veiðin. Mest er hún notuð á flotlínu og þá gjarnan "strippað" inn nokkuð hratt, en það fer þó eftir hraða vatnsins hversu hratt hún er dregin inn. Þeim meiri hraði sem er á ánni, því minna þarftu að draga inn, það er meginreglan. Við hvetjum ykkur sem hafið aldrei hnýtt hana undir að prófa hana og láta það koma ykkur skemmtilega á óvart hvað laxinn getur nelgt hana af mikilli heift. Góða veiði
Stangveiði Mest lesið Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Ytri Rangá opnaði í morgun Veiði