Vettel: Góður dagur fyrir liðið 25. júní 2011 17:46 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira