Walker leitar að 1,5 milljarða punda láni til kaupa á Iceland 28. júní 2011 07:55 Malcolm Walker stofnandi og forstjóri Iceland keðjunnar ætlar ekki að gefast auðveldlega upp við að ná henni aftur í sína eigu. Eins og fram hefur komið í fréttum er Walker nú að leita að stóru sambankaláni til að fjármagna kaup sín á 67% hlut skilanefndar Landsbankans í Iceland Foods keðjunni. Hefur hann meðal annars rætt við Goldman Sachs einn stærsta fjárfestingabanka heimsins um lánveitingu. Í umfjöllun vefsíðunnar management today um málið kemur fram að Walker er að reyna að útvega sér lán upp á 1,5 milljarð punda til að kaupa hlut skilanefndarinnar. Þar með verðleggur hann Iceland í heild upp á yfir tvo milljarða punda eða rúmlega 370 milljarða króna en Walker á sjálfur tæplega fjórðungshlut í keðjunni. Það verður á brattan að sækja fyrir Walker því nokkrir fjársterkir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa Iceland, þar á meðal eru verslunarkeðjur eins og Morrison, Asda og Sainsbury. Walker hefur þó forskot á þessa aðila þar sem hann hefur samkvæmt samningi rétt á að jafna og ganga inn í öll tilboð sem berast í hlut skilanefndarinnar. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Malcolm Walker stofnandi og forstjóri Iceland keðjunnar ætlar ekki að gefast auðveldlega upp við að ná henni aftur í sína eigu. Eins og fram hefur komið í fréttum er Walker nú að leita að stóru sambankaláni til að fjármagna kaup sín á 67% hlut skilanefndar Landsbankans í Iceland Foods keðjunni. Hefur hann meðal annars rætt við Goldman Sachs einn stærsta fjárfestingabanka heimsins um lánveitingu. Í umfjöllun vefsíðunnar management today um málið kemur fram að Walker er að reyna að útvega sér lán upp á 1,5 milljarð punda til að kaupa hlut skilanefndarinnar. Þar með verðleggur hann Iceland í heild upp á yfir tvo milljarða punda eða rúmlega 370 milljarða króna en Walker á sjálfur tæplega fjórðungshlut í keðjunni. Það verður á brattan að sækja fyrir Walker því nokkrir fjársterkir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa Iceland, þar á meðal eru verslunarkeðjur eins og Morrison, Asda og Sainsbury. Walker hefur þó forskot á þessa aðila þar sem hann hefur samkvæmt samningi rétt á að jafna og ganga inn í öll tilboð sem berast í hlut skilanefndarinnar.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira