Laxá í Kjós í góðum málum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 15:41 Mynd: www.hreggnasi.is Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Lax sást í Laxfossi og Kvíslarfossi fyrir hálfum mánuði og það sem mest er um vert er að snjóalög í fjöllum eru meiri en í háa herrans tíð. Þeir, sem gerst þekkja til mála, fullyrða að þótt ekki kæmi rigningardropi úr lofti í allt sumar þá verði vatnsbúskapurinn í lagi langt fram eftir sumri. Hér er linkur á myndband þar sem lax er að ganga upp Kvíslafoss. Það er alltaf jafn gaman að sjá þetta. https://hreggnasi.is/en/videos.html?task=play&id=10&sl=latest Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði
Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Lax sást í Laxfossi og Kvíslarfossi fyrir hálfum mánuði og það sem mest er um vert er að snjóalög í fjöllum eru meiri en í háa herrans tíð. Þeir, sem gerst þekkja til mála, fullyrða að þótt ekki kæmi rigningardropi úr lofti í allt sumar þá verði vatnsbúskapurinn í lagi langt fram eftir sumri. Hér er linkur á myndband þar sem lax er að ganga upp Kvíslafoss. Það er alltaf jafn gaman að sjá þetta. https://hreggnasi.is/en/videos.html?task=play&id=10&sl=latest Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf
Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði