Laxar farnir að sjást víða Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2011 08:51 Fallegum laxi landað í Brynjudalsá Mynd: www.agn.is Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið. Það sem er helst að gleðja veiðimenn um allt land er að þrátt fyrir kulda þá er vatnsbúskapurinn í ánum góður og það veit á gott því aðstæðurnar í ánum verða þá betri til veiða. Síðustu tvö sumur hafa verið alveg afleit í vatni en veiðin samt verið góð. Hítará var t.d. vatnsminni en elstu menn muna og Langá með sína vatnsmiðlun aldrei farið jafn neðarlega í vatni og hún gerði 2010. Veiðin í báðum ánum var þó mjög góð. Núna um 20. júní opna margar ár og við komum til með að fylgjast með því hér á Veiðivísi og hvetjum ykkur til að segja okkur fréttir af ánni þinni. Sendu okkur póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði
Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið. Það sem er helst að gleðja veiðimenn um allt land er að þrátt fyrir kulda þá er vatnsbúskapurinn í ánum góður og það veit á gott því aðstæðurnar í ánum verða þá betri til veiða. Síðustu tvö sumur hafa verið alveg afleit í vatni en veiðin samt verið góð. Hítará var t.d. vatnsminni en elstu menn muna og Langá með sína vatnsmiðlun aldrei farið jafn neðarlega í vatni og hún gerði 2010. Veiðin í báðum ánum var þó mjög góð. Núna um 20. júní opna margar ár og við komum til með að fylgjast með því hér á Veiðivísi og hvetjum ykkur til að segja okkur fréttir af ánni þinni. Sendu okkur póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði