Laxar farnir að sjást víða Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2011 08:51 Fallegum laxi landað í Brynjudalsá Mynd: www.agn.is Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið. Það sem er helst að gleðja veiðimenn um allt land er að þrátt fyrir kulda þá er vatnsbúskapurinn í ánum góður og það veit á gott því aðstæðurnar í ánum verða þá betri til veiða. Síðustu tvö sumur hafa verið alveg afleit í vatni en veiðin samt verið góð. Hítará var t.d. vatnsminni en elstu menn muna og Langá með sína vatnsmiðlun aldrei farið jafn neðarlega í vatni og hún gerði 2010. Veiðin í báðum ánum var þó mjög góð. Núna um 20. júní opna margar ár og við komum til með að fylgjast með því hér á Veiðivísi og hvetjum ykkur til að segja okkur fréttir af ánni þinni. Sendu okkur póst á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Vænar bleikjur farnar að taka flugurnar í Þingvallavatni Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði
Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið. Það sem er helst að gleðja veiðimenn um allt land er að þrátt fyrir kulda þá er vatnsbúskapurinn í ánum góður og það veit á gott því aðstæðurnar í ánum verða þá betri til veiða. Síðustu tvö sumur hafa verið alveg afleit í vatni en veiðin samt verið góð. Hítará var t.d. vatnsminni en elstu menn muna og Langá með sína vatnsmiðlun aldrei farið jafn neðarlega í vatni og hún gerði 2010. Veiðin í báðum ánum var þó mjög góð. Núna um 20. júní opna margar ár og við komum til með að fylgjast með því hér á Veiðivísi og hvetjum ykkur til að segja okkur fréttir af ánni þinni. Sendu okkur póst á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Vænar bleikjur farnar að taka flugurnar í Þingvallavatni Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Stjórn villtra laxastofna hefur bruðist Veiði