Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2011 12:12 Flott bleikja úr Fögruhlíðará Mynd: www.strengir.is Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! g loks var hægt að veiða í Fögurhlíðarós er Skúli Björn Gunnarsson var þar á ferð ásamt fleirrum í morgun en þetta hafði hann að segja um túrinn í dag: „Með mér í för voru veiðimenn frá Sviss. Við byrjuðum að veiða kl. 6 í Fögruhlíðarárós í morgun þegar um klukkutími var eftir af útfallinu. Mesta veiðin var síðan á liggjandanum um kl. 7 og kom þá tvisvar fyrir að þrír voru með á í einu. Á innfallinu urðum við líka varir við fiska en þeir voru tregir, tóku nett og misstum við nokkra. Skráðar 17 bleikjur og 1 sjóbirtingur. Bleikjurnar flestar 800 gr en ein þriggja punda og síðan 2 punda birtingur. Allt nema ein bleikja veitt á flugu. Við reyndum síðan í Fossárósnum en urðum ekki varir þar. Fórum þá í Laxárósinn og þar fengum við fyrst eina 2 punda bleikju nýrunna og svo kom 73 sm niðurgöngulax þar á eftir. Fljótlega tók annar lax af svipaðri stærð en hann fór af eftir stutta viðureign. Sem sagt 20 fiska ferð á þessum fyrsta degi mínum í Jöklu þetta árið. Ansi kuldalegt um að litast í Hlíðinni samt. Skaflar niður í ár og fjöllin með miklum fönnum. Úti við Fögruhlíðarárós voru miklar drunur af snjóflóðum og skriðuföllum í fjallinu.“ Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Í gær er unnið var að hreinsun laxastigans í fossinum Beljanda í Breiðdal kom í ljós lax í einu hólfi hans er vatnið var tæmt. Var hann háfaður upp og sleppt í ánn og að sögn þeirra sem komu að þessu var þetta um 7-8 punda hrygna með för eftir lús. Svo hann er mættur í Breiðdalinn enda hefur hin síðari ár oftast sést lax um þetta leyti og veiðin aukist mikið í júlí frá því sem áður var. Veiði hefst 1. júlí og ennþá eru lausar stangir á bilinu 20. - 26. júlí og svo aftur í lok ágúst og von er á metveiði enda var seiðasleppingin vorið 2010 nánast tvöfölduð frá því sem áður hefur verið! g loks var hægt að veiða í Fögurhlíðarós er Skúli Björn Gunnarsson var þar á ferð ásamt fleirrum í morgun en þetta hafði hann að segja um túrinn í dag: „Með mér í för voru veiðimenn frá Sviss. Við byrjuðum að veiða kl. 6 í Fögruhlíðarárós í morgun þegar um klukkutími var eftir af útfallinu. Mesta veiðin var síðan á liggjandanum um kl. 7 og kom þá tvisvar fyrir að þrír voru með á í einu. Á innfallinu urðum við líka varir við fiska en þeir voru tregir, tóku nett og misstum við nokkra. Skráðar 17 bleikjur og 1 sjóbirtingur. Bleikjurnar flestar 800 gr en ein þriggja punda og síðan 2 punda birtingur. Allt nema ein bleikja veitt á flugu. Við reyndum síðan í Fossárósnum en urðum ekki varir þar. Fórum þá í Laxárósinn og þar fengum við fyrst eina 2 punda bleikju nýrunna og svo kom 73 sm niðurgöngulax þar á eftir. Fljótlega tók annar lax af svipaðri stærð en hann fór af eftir stutta viðureign. Sem sagt 20 fiska ferð á þessum fyrsta degi mínum í Jöklu þetta árið. Ansi kuldalegt um að litast í Hlíðinni samt. Skaflar niður í ár og fjöllin með miklum fönnum. Úti við Fögruhlíðarárós voru miklar drunur af snjóflóðum og skriðuföllum í fjallinu.“ Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði