Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í kvikmyndinni The Seven Year Itch var seldur á uppboði í gærkvöldi fyrir metupphæð. Kjóllinn seldist á 4,6 milljónir dollara eða tæpar 540 milljónir króna. Monroe þótti standa sig afar vel í umræddri mynd Billys Wilder sem er frá árinu 1955.
Í síðustu viku var kjóll sem Monroe klæddist í kvikmyndinni Gentlemen Prefer Blonds seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna eða mun lægri upphæð. Munir sem tengjast leikkonunni hafa í gegnum tíðina verið afar vinsælir. Á síðast ári seldust til að mynda röntgenmyndir sem voru teknar af henni á spítala í Hollywood þegar hún 28 ára gömul á sex milljónir króna.
Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á hálfan milljarð
