Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. júní 2011 09:00 Dirk Nowitzki skorar hér gegn Joel Anthony í leiknum í gær. AP Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira