Veggirnir í egglaga húsi, sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni, eftir dmvA arkítekta, eru afskaplega vel nýttir. Sofa má í hliðum hússins, elda, vaska upp sem og geyma ýmsa hluti. Þá er einnig klósett og sturta í öðrum enda hússins.
Húsið, sem er á stærð við hjólhýsi, má nota sem gestaherbergi, vinnustofu eða móttöku. Það er færanlegt hvert sem er.
