Viðskipti erlent

Hotel D´Angleterre lokar á morgun í eitt ár

„Eftir ferð í íslensku fjármálahringekjunni komst Hotel D´Angleterre aftur í danskar hendur í janúar. Nú lokar hótelið svo hægt sé að fríska það upp.“

Þannig hefst frétt í Berlingske Tidende um að Hotel D´Angleterre lokar á morgun þriðjudag og opnar ekki aftur fyrr en um mitt næsta ár. Tímann á að nota til að gera viðamiklar endurbætur á hótelinu. Hver einasti fermetri hótelsins verður endurnýjaður og kostnaðurinn við verkið mun hlaupa á nokkrum milljörðum kr.

Núverandi eigendur Hotel D´Angleterre hafa sent frá sér tilkynningu um málið þar sem segir að eftir eitt ár verði hótelið aftur orðið ekta lúxushótel með færri herbergjum en áður en fleiri svítum. Þar á meðal verður stærsta hótelsvíta Kaupmannahafnar upp á 250 fermetra auk umfangsmikilla svala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×