Schumacher og Rosberg njóta þess að keppa í furstadæminu Mónakó 23. maí 2011 14:13 Michael Schumacher og Nico Rosberg á Katalóníu brautinni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn. Formúla Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira