Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2011 15:29 Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Þetta er sáraeinföld hnýting. Það hefur verið talið best að veiða hana í stærðum 14-18 og þá á púpuöngla án þess að það sé eitthvað skilyrði en hún lítur mjög vel út þegar hún er hnýtt á þá. Frá miðjum boga er hnýtt 2/3 af legg-lengd með koparvír og 1/3 er síðan hnýttur með brúnu flossi eða peacock. Margar aðrar tegundir af efni koma þó til greina svo lengi sem það er í dökkum lit. Flugan er svo hjúpuð með epoxy og það gefur henni harða skel sem gefur þennan fallega gljáa í vatninu. Þegar mýpúpan lyftir sér upp á yfirborðið til að klekjast glansar ekki ósvipað á hana og það gæti verið eitt af því sem gerir þessa flugu jafn veiðna og hún er. Í grynnri vötnunum er best að nota flotlínu og vel langan taum, jafnvel eina og hálfa stangarlengd. Láta fluguna sökkva vel niður og draga inn í stuttum rykkjum. Það þarf svo að passa að nota granna tauma, því þegar lítil hreyfing er á vatninu sér bleikjan tauminn mjög vel. Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði
Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Þetta er sáraeinföld hnýting. Það hefur verið talið best að veiða hana í stærðum 14-18 og þá á púpuöngla án þess að það sé eitthvað skilyrði en hún lítur mjög vel út þegar hún er hnýtt á þá. Frá miðjum boga er hnýtt 2/3 af legg-lengd með koparvír og 1/3 er síðan hnýttur með brúnu flossi eða peacock. Margar aðrar tegundir af efni koma þó til greina svo lengi sem það er í dökkum lit. Flugan er svo hjúpuð með epoxy og það gefur henni harða skel sem gefur þennan fallega gljáa í vatninu. Þegar mýpúpan lyftir sér upp á yfirborðið til að klekjast glansar ekki ósvipað á hana og það gæti verið eitt af því sem gerir þessa flugu jafn veiðna og hún er. Í grynnri vötnunum er best að nota flotlínu og vel langan taum, jafnvel eina og hálfa stangarlengd. Láta fluguna sökkva vel niður og draga inn í stuttum rykkjum. Það þarf svo að passa að nota granna tauma, því þegar lítil hreyfing er á vatninu sér bleikjan tauminn mjög vel.
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði