NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2011 09:00 Dirk Nowitzki með bikarinn fyrir að vinna Vesturdeildina. Mynd/AP Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira