Berlingske: Morten Lund í íslenskum lánasirkus 11. maí 2011 08:19 Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. Rifað er upp að Morten Lund keypti meirihlutann í Nyhedsavisen árið 2008 en á þeim tíma voru vangaveltur í gangi í Danmörku um hver væri meðfjárfestir Lund í blaðinu. Skömmu eftir kaupin lögðu Lund og Baugur svo sameiginlega 117 milljónir danskra kr. eða um 2,5 milljarða kr., inn í rekstur blaðsins. „Nú er komið í ljós að endanlega var það Baugur sjálfur, sem eftir krókaleiðum, stóð fyrir verulegum hluta af fjárfestingu Lund," segir Berlingske sem byggir úttekt sína á málsgögnum í dómsmáli því sem skilanefnd Glitnis rekur nú gegn Baugi hér á Íslandi. Minna en ári eftir að Lund keypti Nyhedsavisen varð blaðið gjaldþrota með skuldabagga upp á 120 milljónir danskra kr. Sjálfur er Lund sloppinn frá málinu, hann var gerður persónulega gjaldþrota af stjórnendum fríblaðsins og kom sér út úr því þroti með nauðasamningi (tvangsakkord) um að greiða 10% af skuldum sínum. Berlingske lýsir lánasirkusnum þannig að Lund hafi fengið 65 milljónir danskra kr. lánaða hjá Straumi fyrir kaupunum á Nyhedsavisen. Straumur fékk veð hjá Glitni fyrir þessu láni sem aftur krafðist trygginga frá Baugi, og að hluta til Gaumi, fyrir þessari upphæð. Tryggingin var meðal annars í formi veða í hlutafé sjónvarpsþáttanna um Latabæ, samtals um 20% af hlutaféinu. Sjálfur segir Morten Lund aðspurður að hann sé kominn út úr þessu strandaða fríblaði og að sagan um lánasirkusinn sé innanlandsmál á Íslandi. „Þessar ásakanir eru bull," segir Lund. „Ég hef persónulega gert upp allt sem ég fékk lánað og borgað í samræmi við nauðasamninginn. Brátt verð ég alveg laus við þetta sem betur fer." Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus. Rifað er upp að Morten Lund keypti meirihlutann í Nyhedsavisen árið 2008 en á þeim tíma voru vangaveltur í gangi í Danmörku um hver væri meðfjárfestir Lund í blaðinu. Skömmu eftir kaupin lögðu Lund og Baugur svo sameiginlega 117 milljónir danskra kr. eða um 2,5 milljarða kr., inn í rekstur blaðsins. „Nú er komið í ljós að endanlega var það Baugur sjálfur, sem eftir krókaleiðum, stóð fyrir verulegum hluta af fjárfestingu Lund," segir Berlingske sem byggir úttekt sína á málsgögnum í dómsmáli því sem skilanefnd Glitnis rekur nú gegn Baugi hér á Íslandi. Minna en ári eftir að Lund keypti Nyhedsavisen varð blaðið gjaldþrota með skuldabagga upp á 120 milljónir danskra kr. Sjálfur er Lund sloppinn frá málinu, hann var gerður persónulega gjaldþrota af stjórnendum fríblaðsins og kom sér út úr því þroti með nauðasamningi (tvangsakkord) um að greiða 10% af skuldum sínum. Berlingske lýsir lánasirkusnum þannig að Lund hafi fengið 65 milljónir danskra kr. lánaða hjá Straumi fyrir kaupunum á Nyhedsavisen. Straumur fékk veð hjá Glitni fyrir þessu láni sem aftur krafðist trygginga frá Baugi, og að hluta til Gaumi, fyrir þessari upphæð. Tryggingin var meðal annars í formi veða í hlutafé sjónvarpsþáttanna um Latabæ, samtals um 20% af hlutaféinu. Sjálfur segir Morten Lund aðspurður að hann sé kominn út úr þessu strandaða fríblaði og að sagan um lánasirkusinn sé innanlandsmál á Íslandi. „Þessar ásakanir eru bull," segir Lund. „Ég hef persónulega gert upp allt sem ég fékk lánað og borgað í samræmi við nauðasamninginn. Brátt verð ég alveg laus við þetta sem betur fer."
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira