Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra 10. maí 2011 00:01 Magnús við rafveiði í Þjórsá. Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, flutti á dögunum erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Fiskstofna Þjórsár og göngur þeirra. Ágrip af erindi Magnúsar: „Þjórsá er annað vatnsmesta vatnsfall landsins á eftir Ölfusá. Í Þjórsá lifa allar þær fisktegundir sem algengar eru í fersku vatni á Íslandi, þ.e. lax, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Lax og urriði eru ríkjandi tegundir laxfiska í Þjórsá. Í Þjórsá ásamt þverám hennar er að finna einn af stærri laxastofnum landsins og talsverður stofn sjóbirtings gengur á vatnasvæðið. Þar eru einnig staðbundin bleikja og urriði. Samkvæmt mati á stærð og gæðum búsvæða fyrir lax á fiskgegnum svæðum á vatnasvæði Þjórsár er mestur hluti náttúrulegra laxa sem gengur á vatnasvæðið alinn upp í Þjórsá sjálfri. Miklar nytjar eru af veiði í Þjórsá en þar er einkum stunduð netaveiði. Í erindinu verður farið yfir lífssögu laxfiska í Þjórsá með sérstakri áherslu á lax og sjóbirting og göngur þeirra milli ferskvatns og sjávar." Magnús Jóhannsson er fæddur árið 1954. Hann lauk BS. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og cand scient prófi í vatnalíffræði, sérsvið; vistfræði vatnafiska, við Óslóarháskóla árið 1984. Magnús hefur starfað sem sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun frá árinu 1986. Sjá nánar á vef HÍN (http://www.hin.is/) Frétt af veidimal.is. Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði
Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, flutti á dögunum erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Fiskstofna Þjórsár og göngur þeirra. Ágrip af erindi Magnúsar: „Þjórsá er annað vatnsmesta vatnsfall landsins á eftir Ölfusá. Í Þjórsá lifa allar þær fisktegundir sem algengar eru í fersku vatni á Íslandi, þ.e. lax, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Lax og urriði eru ríkjandi tegundir laxfiska í Þjórsá. Í Þjórsá ásamt þverám hennar er að finna einn af stærri laxastofnum landsins og talsverður stofn sjóbirtings gengur á vatnasvæðið. Þar eru einnig staðbundin bleikja og urriði. Samkvæmt mati á stærð og gæðum búsvæða fyrir lax á fiskgegnum svæðum á vatnasvæði Þjórsár er mestur hluti náttúrulegra laxa sem gengur á vatnasvæðið alinn upp í Þjórsá sjálfri. Miklar nytjar eru af veiði í Þjórsá en þar er einkum stunduð netaveiði. Í erindinu verður farið yfir lífssögu laxfiska í Þjórsá með sérstakri áherslu á lax og sjóbirting og göngur þeirra milli ferskvatns og sjávar." Magnús Jóhannsson er fæddur árið 1954. Hann lauk BS. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og cand scient prófi í vatnalíffræði, sérsvið; vistfræði vatnafiska, við Óslóarháskóla árið 1984. Magnús hefur starfað sem sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun frá árinu 1986. Sjá nánar á vef HÍN (http://www.hin.is/) Frétt af veidimal.is.
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði