Verður laxinn snemma á ferðinni í ár? Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2011 14:17 Alltaf gaman að því þegar menn fara að velta fyrir sér horfum komandi sumars í veiðinni. Menn hafa ýmsar kenningar í þessum efnum. Margir eru til að mynda þeirrar skoðunar að laxinn verði seint á ferðinni þetta árið vegna þess hversu seint hefur vorað þetta árið. Það eru þó ekki allir á því. Það kom til okkar mikill veiðimaður í kaffi í gær. Hefur hann verið í sportinu í mörg ár og er á öndverðum meiði. Er hann harður á því að laxveiðin fari af stað með miklum hvelli þetta árið. Undanfarna daga hafi lax verið að hella sér inn að Elliðaárvogi og sjáist nú stökkva þar um allt, sé líklegast að hrista af sér lúsina áður en hann gengur upp í ferskvatnið. Hvað sem verður þá eru veiðimenn orðnir ansi spenntir. Það er loksins komið sumar og fréttir af fyrsta veidda laxi sumarsins bárust nýlega. Veiddist sá lax í silunganet í Hvítá í Borgarfirði þann 4. maí, fyrir tveimur vikum síðan! Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði
Alltaf gaman að því þegar menn fara að velta fyrir sér horfum komandi sumars í veiðinni. Menn hafa ýmsar kenningar í þessum efnum. Margir eru til að mynda þeirrar skoðunar að laxinn verði seint á ferðinni þetta árið vegna þess hversu seint hefur vorað þetta árið. Það eru þó ekki allir á því. Það kom til okkar mikill veiðimaður í kaffi í gær. Hefur hann verið í sportinu í mörg ár og er á öndverðum meiði. Er hann harður á því að laxveiðin fari af stað með miklum hvelli þetta árið. Undanfarna daga hafi lax verið að hella sér inn að Elliðaárvogi og sjáist nú stökkva þar um allt, sé líklegast að hrista af sér lúsina áður en hann gengur upp í ferskvatnið. Hvað sem verður þá eru veiðimenn orðnir ansi spenntir. Það er loksins komið sumar og fréttir af fyrsta veidda laxi sumarsins bárust nýlega. Veiddist sá lax í silunganet í Hvítá í Borgarfirði þann 4. maí, fyrir tveimur vikum síðan! Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði