Ferrari framlengdi samning við Alonso til ársloka 2016 19. maí 2011 15:33 Fernando Alonso á fréttamannafundi í dag á Katalóníu brautinni á Spáni. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Ferrari liðið hefur framlengt samning sinn við Fernando til ársloka 2016, samkvæmt fréttatilkynningu frá Ferrari liðinu, en fyrri samningurinn var til 2012 samkvæmt frétt á autosport.com „Það er með mikilli ánægju að ég hef endurnýjað samninginn við ökumann sem hefur alltaf sýnt hugarfar sigurvegara, jafnvel við erfiðar aðstæður", sagði forseti Ferrari, Luca Montezemolo í tilkynningu Ferrari. „Fernando hefur allt það sem til þarf, bæði tæknilega séð og sem persóna til að vera leiðandi í sögu Ferrari og ég vona að hann bæti söguna með sigrum á næstunni." Alonso er að sama skapi ánægður með samninginn og sagði í tilkynningu Ferrari. „Ég er mjög ánægður að hafa náð þessu samkomulagi. Ég fann mig vel með Ferrari og mér líður eins og liðið sé mín önnur fjölskylda. Ég hef mikla trú á þeim mönnum og konum sem starfa í Maranello og þeim sem stýra liðinu. Það var því eðlilegt framhald að framlengja samband mitt til langtíma á þennan hátt, með liðið sem ég efast ekki um að ég muni ljúka ferli mínum með", sagði Alonso. Í frétt á autosport.com sagði Alonso meðal annars: „Þetta var auðveld ákvörðun fyrir okkur. Við byrjuðum að ræða saman fyrir einni eða tveimur vikum um framtíðina og báðir aðilar vildu halda áfram. Ég var ánægður með liðinu og þeir virtust ánægðir með mig líka", sagði Alonso. Alonso sagði í óljóst hve mikilli velgengni hann myndi fagna hjá Ferrari. „Það er ómögulegt að spá í það að landa meistaratilum áður en maður er byrjaður. Ég er viss um að ég er í besta liðinu til að berjast um meistaratitla. Sum lið fara upp og niður, eiga góð og slæm ár. Á slæmu ári hjá Ferrari þýðir það annað eða þriðja sæti í meistaramóti. Þetta er það sem Ferrari getur boðið ökumanni", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari liðið hefur framlengt samning sinn við Fernando til ársloka 2016, samkvæmt fréttatilkynningu frá Ferrari liðinu, en fyrri samningurinn var til 2012 samkvæmt frétt á autosport.com „Það er með mikilli ánægju að ég hef endurnýjað samninginn við ökumann sem hefur alltaf sýnt hugarfar sigurvegara, jafnvel við erfiðar aðstæður", sagði forseti Ferrari, Luca Montezemolo í tilkynningu Ferrari. „Fernando hefur allt það sem til þarf, bæði tæknilega séð og sem persóna til að vera leiðandi í sögu Ferrari og ég vona að hann bæti söguna með sigrum á næstunni." Alonso er að sama skapi ánægður með samninginn og sagði í tilkynningu Ferrari. „Ég er mjög ánægður að hafa náð þessu samkomulagi. Ég fann mig vel með Ferrari og mér líður eins og liðið sé mín önnur fjölskylda. Ég hef mikla trú á þeim mönnum og konum sem starfa í Maranello og þeim sem stýra liðinu. Það var því eðlilegt framhald að framlengja samband mitt til langtíma á þennan hátt, með liðið sem ég efast ekki um að ég muni ljúka ferli mínum með", sagði Alonso. Í frétt á autosport.com sagði Alonso meðal annars: „Þetta var auðveld ákvörðun fyrir okkur. Við byrjuðum að ræða saman fyrir einni eða tveimur vikum um framtíðina og báðir aðilar vildu halda áfram. Ég var ánægður með liðinu og þeir virtust ánægðir með mig líka", sagði Alonso. Alonso sagði í óljóst hve mikilli velgengni hann myndi fagna hjá Ferrari. „Það er ómögulegt að spá í það að landa meistaratilum áður en maður er byrjaður. Ég er viss um að ég er í besta liðinu til að berjast um meistaratitla. Sum lið fara upp og niður, eiga góð og slæm ár. Á slæmu ári hjá Ferrari þýðir það annað eða þriðja sæti í meistaramóti. Þetta er það sem Ferrari getur boðið ökumanni", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira