Tíska og hönnun

Peruhús í Perú

Þetta einbýlishús í Líma í Perú er hannað með það að markmiði að fá innrarýmið til að flæða út í ytrarýmið eða í garðinn í kringum húsið.

Lýsingin gegnir lykilhlutverki í því auk þess sem hár veggur á lóðarmörkum með áberandi inngangi skilgreinir lóðina strax sem ákveðið rými og þar af leiðandi hluta af byggingunni. Stofurnar flæða út í garðinn og garðurinn sömuleiðis inn í stofurnar í mjög opnu rými nánast alveg út í götu.

Á efri hæðinni njóta íbúarnir meira næðis þar sem svefnherbergi og önnur prívat rými er að finna. Nútímaleg einföld hönnun. Hvítmálað, inni og úti með gráan klassískan línolíum dúk á öllum gólfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.