Glock: Ein besta og erfiðasta brautin í Tyrklandi 4. maí 2011 14:07 Timo Glock er ökmaður Virgin liðsins. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Virgin liðið í Bretlandi, sem er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi mætir með verulega endurbættan bíl hvað yfirbygginguna varðar fyrir Þjóðverjann Timo Glock í mótið í Tyrklandi um helgina. Belginn Jerome d'Ambrosio, liðsfélagi Glocks verður hinsvegar að bíða til mótsins á Spáni til að fá samskonar útfærslu af Virgin bílnum. Virgin byrjaði að keppa í Formúlu 1 í fyrra og fyrrum GP2 meistarinn Glock segir að Istanbúl Park brautin sem er notuð um næstu helgi sé ein af bestu og erfiðustu brautunum á mótaskránni. „Það er gott að keppa í Evrópu á ný og að byrja í Tyrklandi, sem er frábær braut og skemmtileg. Það að mótið er fyrr á ferðinni á þessu ári ætti að gera þetta áhugavert, vegna þess að venjulega er nokkuð heitt. Það varður kaldara núna, þannig að það verður erfitt fyrir alla að meta hvernig nýju dekkin virka", sagði Glock í fréttatilkynningu frá Virgin. „Beygja átta er ein af mínum uppáhaldsbeygjum. Það og að þetta er ein af fáum brautum sem eru eknar rangsælis gera brautina eina af þeim bestu og erfiðustu. Istanbúl er frábær borg, mjög áhugaverð, þannig að ég hlakka til að geta skoðað mig um." „Svo er mikil vinna framundan varðandi nýjungar í bílnum. Þetta er stór pakki, en það tekur tíma að venjast nýjungum í bílnum á brautinni og við verðum að einbeita okkur að því að aka sem mest. Til að afla sem flestra upplýsinga og vinna svo áfram með bílinn í næstu mótum." Jerome d'Ambrosio er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári og hann hefur nú ekið í þremur mótum. „Þetta snýst allt um að bæta mig hægt og bítandi. Ég er mjög ánægður með þrjú fyrstu mótin í Formúlu 1 og núna þarf ég að halda áfram að taka á sjálfum mér, taka framförum og það er margt sem þarf að læra", sagði d'Ambrosio. „Ég þekki Istanbúl Park brautina frá því ég keppti í GP2 mótaröðinni og ég elska hana. Hlakka mjög til að mæta til Tyrklands. Brautin reynir á og það er alltaf gaman að aka brautir rangsælis. Minnir mig á afhverju það þarf að taka á því líkamlega, sem ég hef gert í þriggja vikna hléinu." Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Virgin liðið í Bretlandi, sem er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi mætir með verulega endurbættan bíl hvað yfirbygginguna varðar fyrir Þjóðverjann Timo Glock í mótið í Tyrklandi um helgina. Belginn Jerome d'Ambrosio, liðsfélagi Glocks verður hinsvegar að bíða til mótsins á Spáni til að fá samskonar útfærslu af Virgin bílnum. Virgin byrjaði að keppa í Formúlu 1 í fyrra og fyrrum GP2 meistarinn Glock segir að Istanbúl Park brautin sem er notuð um næstu helgi sé ein af bestu og erfiðustu brautunum á mótaskránni. „Það er gott að keppa í Evrópu á ný og að byrja í Tyrklandi, sem er frábær braut og skemmtileg. Það að mótið er fyrr á ferðinni á þessu ári ætti að gera þetta áhugavert, vegna þess að venjulega er nokkuð heitt. Það varður kaldara núna, þannig að það verður erfitt fyrir alla að meta hvernig nýju dekkin virka", sagði Glock í fréttatilkynningu frá Virgin. „Beygja átta er ein af mínum uppáhaldsbeygjum. Það og að þetta er ein af fáum brautum sem eru eknar rangsælis gera brautina eina af þeim bestu og erfiðustu. Istanbúl er frábær borg, mjög áhugaverð, þannig að ég hlakka til að geta skoðað mig um." „Svo er mikil vinna framundan varðandi nýjungar í bílnum. Þetta er stór pakki, en það tekur tíma að venjast nýjungum í bílnum á brautinni og við verðum að einbeita okkur að því að aka sem mest. Til að afla sem flestra upplýsinga og vinna svo áfram með bílinn í næstu mótum." Jerome d'Ambrosio er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári og hann hefur nú ekið í þremur mótum. „Þetta snýst allt um að bæta mig hægt og bítandi. Ég er mjög ánægður með þrjú fyrstu mótin í Formúlu 1 og núna þarf ég að halda áfram að taka á sjálfum mér, taka framförum og það er margt sem þarf að læra", sagði d'Ambrosio. „Ég þekki Istanbúl Park brautina frá því ég keppti í GP2 mótaröðinni og ég elska hana. Hlakka mjög til að mæta til Tyrklands. Brautin reynir á og það er alltaf gaman að aka brautir rangsælis. Minnir mig á afhverju það þarf að taka á því líkamlega, sem ég hef gert í þriggja vikna hléinu."
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira