Vettel: Það er enginn ósigrandi 5. maí 2011 17:28 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni. Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira