Tíska og hönnun

Rómantískt hús með sérstöðu

Ástralski arkítektinn Fitt De Felice hannaði þetta hús fyrir fjölskyldu sem óskaði eftir einföldu notalegu einbýlishúsi. Fjölskyldan lagði áherslu á það að húsið væri hlýlegt, nútímalegt en jafnframt notalegt.

Hönnuðurinn notar margvísleg náttúruleg efni og lýsingu til þess að skapa rómantíska stemningu í þessu fallega rými. Loftið er ólíkt á milli herbergja sem gefur hverju rými sérstöðu sem er óvenjulegt því algengast er í hönnun nútímalegra einbýlishúsa að upplifunin sé sú að rýmið sé opið og flæði um allt húsið. Sérstaðan þarna virkar vel þar sem hvert rými hefur sinn sérstaka karakter og upplifun hvers herbergis þannig einstök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.