Vettel: Höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu 8. maí 2011 15:40 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar. Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira