Ríkustu menn Bretlands verða ríkari 9. maí 2011 08:47 Laksmi Mittal heldur sæti sínu á toppnum. MYND/AP Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira