NBA: Lakers og San Antonio jöfnuðu metin - Denver í vandræðum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. apríl 2011 09:00 Pau Gasol og félagar hans í LA Lakers hafa titil að verja í NBA deildinni. Hér tekur Spánverjinn frákast gegn New Orleans í gær. AP Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.LA Lakers (2) – New Orleans (7) 87-78 Lakers hefur unnið 9 af síðustu 12 leikjum sínum í New Orleans og meistaraliðið er því með tölfræðina á bak við sig í þeim efnum en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar. Andrew Bynum skoraði 17 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst. Lamar Odom skoraði 16 og tók 7 fráköst, Ron Artes skoraði 15 en Kobe Bryant hefur oft leikið betur. Hann hitti aðeins 3 af alls 10 skotum sínum utan af velli og hann skoraði aðeins 11 stig sem er það næst lægsta hjá honum á tímabilinu. Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 20 og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lék vörnina gegn Paul í þessum leik en Paul fór afar illa með Lakers í fyrsta leiknum. Þessi breyting gafst vel og Derek Fisher og Ron Artest leystu Bryant af í þessu hlutverki í leiknum. San Antonio (1) – Memphis (8) 93-87Manu Giniobili var áberandi í San Antonio liðinu gegn Memphsi í gær.APArgentínumaðurinn Manu Ginobili lék með San Antonio á ný þrátt fyrir að vera meiddur á hægri olnboga. Hann var mjög áberandi í 93-87 sigri San Antonio sem náði að jafna metin gegn Memphis sem „stal" sigrinum í fyrsta leiknum gegn liðinu sem var með bestan árangur í vetur í Vesturdeildinni. Memphis leikur næstu tvo leiki á heimavelli og er staðan jöfn 1-1. Ginobili tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum á þeim 34 mínútum sem hann lék. Zach Randolph skoraði aðeins 11 stig fyrir Memphis og Marc Gasol skoraði 12. Samanlagt skoruðu þeir 49 stig í fyrsta leiknum og vörn San Antonio náði að loka betur á þá félaga undir körfunni en þeir gerðu í fyrsta leiknum. Oklahoma (4) – Denver (5) 106-89Russel Westbrook er lykilmaður i Oklahoma og hér skorar hann gegn Nene.APOklahoma City Thunder byrjaði með látum gegn Denver og náði 43-17 forskoti í fyrri hálfleik. Það bil náði Denver aldrei að brúa og Oklahoma sigraði 106-89 og er 2-0 yfir í einvíginu fyrir næstu tvo leiki sem fram fara í Denver. Kevin Durant og Russell Westbrook voru að venju atkvæðamestir í liði Oklahoma og skoruðu þeir samanlagt 44 stig en þeir skoruðu samanlagt 72 stig í fyrsta leiknum. Durant skoraði 23 og Westbrook skoraði 21. James Harden skoraði 18 stig og miðherjinn Serge Ibaka skoraði 12 og tók 12 fráköst. Oklahoma var með yfirburði í fráköstunum og tók liðið 53 fráköst samanlagt en Denver aðeins 31. Ty Laeson skoraði 20 stig fyrir Denver, Nene skoraði 16 íkt og Raymond Felton. NBA Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Sjá meira
Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.LA Lakers (2) – New Orleans (7) 87-78 Lakers hefur unnið 9 af síðustu 12 leikjum sínum í New Orleans og meistaraliðið er því með tölfræðina á bak við sig í þeim efnum en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit Vesturdeildar. Andrew Bynum skoraði 17 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst. Lamar Odom skoraði 16 og tók 7 fráköst, Ron Artes skoraði 15 en Kobe Bryant hefur oft leikið betur. Hann hitti aðeins 3 af alls 10 skotum sínum utan af velli og hann skoraði aðeins 11 stig sem er það næst lægsta hjá honum á tímabilinu. Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 20 og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lék vörnina gegn Paul í þessum leik en Paul fór afar illa með Lakers í fyrsta leiknum. Þessi breyting gafst vel og Derek Fisher og Ron Artest leystu Bryant af í þessu hlutverki í leiknum. San Antonio (1) – Memphis (8) 93-87Manu Giniobili var áberandi í San Antonio liðinu gegn Memphsi í gær.APArgentínumaðurinn Manu Ginobili lék með San Antonio á ný þrátt fyrir að vera meiddur á hægri olnboga. Hann var mjög áberandi í 93-87 sigri San Antonio sem náði að jafna metin gegn Memphis sem „stal" sigrinum í fyrsta leiknum gegn liðinu sem var með bestan árangur í vetur í Vesturdeildinni. Memphis leikur næstu tvo leiki á heimavelli og er staðan jöfn 1-1. Ginobili tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum á þeim 34 mínútum sem hann lék. Zach Randolph skoraði aðeins 11 stig fyrir Memphis og Marc Gasol skoraði 12. Samanlagt skoruðu þeir 49 stig í fyrsta leiknum og vörn San Antonio náði að loka betur á þá félaga undir körfunni en þeir gerðu í fyrsta leiknum. Oklahoma (4) – Denver (5) 106-89Russel Westbrook er lykilmaður i Oklahoma og hér skorar hann gegn Nene.APOklahoma City Thunder byrjaði með látum gegn Denver og náði 43-17 forskoti í fyrri hálfleik. Það bil náði Denver aldrei að brúa og Oklahoma sigraði 106-89 og er 2-0 yfir í einvíginu fyrir næstu tvo leiki sem fram fara í Denver. Kevin Durant og Russell Westbrook voru að venju atkvæðamestir í liði Oklahoma og skoruðu þeir samanlagt 44 stig en þeir skoruðu samanlagt 72 stig í fyrsta leiknum. Durant skoraði 23 og Westbrook skoraði 21. James Harden skoraði 18 stig og miðherjinn Serge Ibaka skoraði 12 og tók 12 fráköst. Oklahoma var með yfirburði í fráköstunum og tók liðið 53 fráköst samanlagt en Denver aðeins 31. Ty Laeson skoraði 20 stig fyrir Denver, Nene skoraði 16 íkt og Raymond Felton.
NBA Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Sjá meira