NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 11:00 NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1) NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1)
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira