San Antonio aftur undir - ótrúleg endurkoma Portland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2011 11:00 Leikmenn Memphis Grizzlies fagna í nótt. Mynd/AP Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira