Unnið alla helgina við að bjarga All Saints Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2011 22:25 All Saints hefur glímt við rekstrarvanda að undanförnu. Æðstu stjórnendur All Saints tískuvöruverslunarinnar segja að þeir hafi fundið nýja fjárfesta inn í félagið. Nýju fjárfestarnir munu koma í veg fyrir að félagið fari í greiðslustöðvun. Þetta er fullyrt á vef Daily Mail. Stephen Craig, forstjóri All Saints, hefur verið að vinna hörðum höndum um páskana að því að ná samningum við nýja fjárfesta. Talið er að það séu fjárfestingasjóðirnir Sun Capital og Lion Capital. Fjárfestarnir munu taka yfir hlut MD fjárfestingafélagsins. „Ég er sannfærður um að við munum ná samningi á næstu tveimur vikum. Þetta er ungt fyrirtæki sem hefur stækkað mikið og er arðbært. Framtíðin er björt ef við fáum fjármagn,” hefur Daily Mail eftir Craig. Daily Mail segir hins vegar líka að Lloyds Banking Group, einn helsti lánadrottinn All Saints, hafi gefið félaginu frest til þriðjudags til að endurfjármagna sig. Að öðrum kosti yrði félagið sett í greiðslustöðvun. Craig neitar því að honum hafi verið settir þessir afarkostir. Þá hafa líka verið sögusagnir um að Philip Green, fyrrum viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hafi áform um að kaupa skuldir félagsins og reka fyrirtækið ásamt Kevin Stanford. Sá síðarnefndi er stofnandi All Saints. Philip Green hefur ekki staðfest þessar sögur. Skilanefndir Glitnis og Kaupþings eiga stóran hlut í All Saints eftir að Baugur Group fór í þrot. Skilanefndirnar hafa fengið Ernst & Young til að selja hlut þeirra. Búist er við því að fjárfestingasjóðurinn Goode Partners muni kaupa þann hlut. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Æðstu stjórnendur All Saints tískuvöruverslunarinnar segja að þeir hafi fundið nýja fjárfesta inn í félagið. Nýju fjárfestarnir munu koma í veg fyrir að félagið fari í greiðslustöðvun. Þetta er fullyrt á vef Daily Mail. Stephen Craig, forstjóri All Saints, hefur verið að vinna hörðum höndum um páskana að því að ná samningum við nýja fjárfesta. Talið er að það séu fjárfestingasjóðirnir Sun Capital og Lion Capital. Fjárfestarnir munu taka yfir hlut MD fjárfestingafélagsins. „Ég er sannfærður um að við munum ná samningi á næstu tveimur vikum. Þetta er ungt fyrirtæki sem hefur stækkað mikið og er arðbært. Framtíðin er björt ef við fáum fjármagn,” hefur Daily Mail eftir Craig. Daily Mail segir hins vegar líka að Lloyds Banking Group, einn helsti lánadrottinn All Saints, hafi gefið félaginu frest til þriðjudags til að endurfjármagna sig. Að öðrum kosti yrði félagið sett í greiðslustöðvun. Craig neitar því að honum hafi verið settir þessir afarkostir. Þá hafa líka verið sögusagnir um að Philip Green, fyrrum viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hafi áform um að kaupa skuldir félagsins og reka fyrirtækið ásamt Kevin Stanford. Sá síðarnefndi er stofnandi All Saints. Philip Green hefur ekki staðfest þessar sögur. Skilanefndir Glitnis og Kaupþings eiga stóran hlut í All Saints eftir að Baugur Group fór í þrot. Skilanefndirnar hafa fengið Ernst & Young til að selja hlut þeirra. Búist er við því að fjárfestingasjóðurinn Goode Partners muni kaupa þann hlut.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira