NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Þessi tilþrif frá Kobe Bryant í leiknum gegn Oklahoma í gær voru ekki nóg því Lakers tapaði 120-106. AP Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Eins og staðan er þessa stundina mætast eftirfarandi lið í úrslitakeppninni: Austurdeild: Chicago (1) – Indiana (8) Miami (2) – Philadelphia (7) Boston (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Vesturdeild: San Antonio (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)LA Lakers – Oklahoma 106-120 Oklahoma reyndist Lakers liðinu erfitt í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og það er ljóst að meistaraliðið frá Los Angeles er í tölvuerðum vandræðum þessa stundina. Liðið tapaði 120-106 á heimavelli og er þetta fimmti tapleikur liðsins í röð. Það er lengsta taphrina Lakers frá tímabilinu 2006-2007. Liðið hefur unnið 55 leiki í vetur og tapað 25 og næsti leikur er gegn San Antonio á heimavelli en San Antonio er í efsta sæti Vesturdeildar. Lakers og Dallas eru nú jöfn í í 2.-3. sæti og Oklahoma er ekki langt undan í fjórða sæti með 54 sigurleiki og 26 tapleiki. Það getur því margt breyst í síðustu tveimur umferðunum en Lakers er reyndar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn þessum liðum í vetur. Þetta er fjórði sigurleikur Oklahoma í röð og Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir liðið en hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook skoraði 26 fyrir Oklahoma sem hafði ekki unnið í Staples Center í síðustu átta leikjum. Lakers var yfir 104-103 þegar aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant skoraði alls 31 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 26. Andrew Bynum skoraði 12 og tók 13 fráköst.Orlando – Chicago 99-102 Derrick Rose fór að venju á kostum í liði Chicago en hann skoraði alls 39 stig og kom í veg fyrir að Jameer Nelson gæti skotið auðveldlega á körfuna úr síðasta skot leiksins. Þetta var 60. sigurleikur Chicago í vetur en Orlando lék án miðherjans Dwight Howard sem tók út leikbann eftir að hafa fengið 18 tæknivillur í vetur. Chicago hefur unnið 49 af síðustu 60 leikjum sínum og þetta er aðeins í sjötta sinn sem félagið nær þeim áfanga að vinna 60 leiki á einni leiktíð. Í fimm skipti sem Bulls hefur náð 60 sigurleikjum hefur félagið fagnað NBA meistaratitlinum. Chicago er í hörkubráttu gegn San Antonio Spurs um besta árangur allra liða í deildinni og þar með heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina. Heitt í kolunum í Miami enda úrslitakeppnin að nálgastÞað gekk mikið á í viðureign Miami og Boston.APMiami – Boston 100 -77 LeBron James skoraði 27 stig fyrir heimamenn í Miami og þeir Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu 13 stig hvor í frekar stórum sigri Miami gegn Boston Celtics. Þetta er í fyrsta sinn sem Miami nær að leggja Bostin í vetur en liðin hafa mæst alls fjórum sinnum. Miami náði öðru sætinu í Austurdeildinni en Boston er í því þriðja. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 og Kevin Garnett skorðaði.Charlotte – Detroit 101-112 Rodney Stuckey skoraði 24 stig fyrir Detroit og gaf að auki 11 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en svo gæti farið að liðið skipti um eigendur á allra næstu dögum en félagið hefur verið í lausu lofti hvað það varðar í allan vetur. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, tapaði sjötta leiknum í röð og liðið kemst ekki í úrslitakeppnina en þeim árangri náði liðið í fyrsta sinn í fyrra. Gerald Henderson var stigahæstur með 21 stig í liði Charlotte.Indiana – New York 109-110 Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna fyrir New York 4,9 sek. fyrir leikslok og hann varði síðan skottilraun frá Danny Granger þegar hann reyndi að tryggja heimamönnum sigur á síðustu sekúndunni. New York skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir aðhafa verið undir 109-103, en Indiana hitti ekki úr sex síðustu skotum sínum í leiknum. Anthony skoraði alls 34 stig fyrir New York sem er þessa stundina í sjötta sæti Austurdeildar en Philadelphia er í sætinu þar fyrir neðan með einum sigurleik færra.Dallas – Phoenix 115-90 Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas og Shawn Marion bætti við 18 og tók að auki 11 fráköst. Dallas vann alla fjóra leikina hjá þessum liðum í vetur en það hefur ekki gerst frá tímabilinu 1986-1987. Golden State – Sacramento Kings 103-104 Toronto – New Jersey 99-92 Memphis – New Orleans 111-89 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Eins og staðan er þessa stundina mætast eftirfarandi lið í úrslitakeppninni: Austurdeild: Chicago (1) – Indiana (8) Miami (2) – Philadelphia (7) Boston (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Vesturdeild: San Antonio (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)LA Lakers – Oklahoma 106-120 Oklahoma reyndist Lakers liðinu erfitt í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og það er ljóst að meistaraliðið frá Los Angeles er í tölvuerðum vandræðum þessa stundina. Liðið tapaði 120-106 á heimavelli og er þetta fimmti tapleikur liðsins í röð. Það er lengsta taphrina Lakers frá tímabilinu 2006-2007. Liðið hefur unnið 55 leiki í vetur og tapað 25 og næsti leikur er gegn San Antonio á heimavelli en San Antonio er í efsta sæti Vesturdeildar. Lakers og Dallas eru nú jöfn í í 2.-3. sæti og Oklahoma er ekki langt undan í fjórða sæti með 54 sigurleiki og 26 tapleiki. Það getur því margt breyst í síðustu tveimur umferðunum en Lakers er reyndar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn þessum liðum í vetur. Þetta er fjórði sigurleikur Oklahoma í röð og Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir liðið en hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook skoraði 26 fyrir Oklahoma sem hafði ekki unnið í Staples Center í síðustu átta leikjum. Lakers var yfir 104-103 þegar aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant skoraði alls 31 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 26. Andrew Bynum skoraði 12 og tók 13 fráköst.Orlando – Chicago 99-102 Derrick Rose fór að venju á kostum í liði Chicago en hann skoraði alls 39 stig og kom í veg fyrir að Jameer Nelson gæti skotið auðveldlega á körfuna úr síðasta skot leiksins. Þetta var 60. sigurleikur Chicago í vetur en Orlando lék án miðherjans Dwight Howard sem tók út leikbann eftir að hafa fengið 18 tæknivillur í vetur. Chicago hefur unnið 49 af síðustu 60 leikjum sínum og þetta er aðeins í sjötta sinn sem félagið nær þeim áfanga að vinna 60 leiki á einni leiktíð. Í fimm skipti sem Bulls hefur náð 60 sigurleikjum hefur félagið fagnað NBA meistaratitlinum. Chicago er í hörkubráttu gegn San Antonio Spurs um besta árangur allra liða í deildinni og þar með heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina. Heitt í kolunum í Miami enda úrslitakeppnin að nálgastÞað gekk mikið á í viðureign Miami og Boston.APMiami – Boston 100 -77 LeBron James skoraði 27 stig fyrir heimamenn í Miami og þeir Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu 13 stig hvor í frekar stórum sigri Miami gegn Boston Celtics. Þetta er í fyrsta sinn sem Miami nær að leggja Bostin í vetur en liðin hafa mæst alls fjórum sinnum. Miami náði öðru sætinu í Austurdeildinni en Boston er í því þriðja. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 og Kevin Garnett skorðaði.Charlotte – Detroit 101-112 Rodney Stuckey skoraði 24 stig fyrir Detroit og gaf að auki 11 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en svo gæti farið að liðið skipti um eigendur á allra næstu dögum en félagið hefur verið í lausu lofti hvað það varðar í allan vetur. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, tapaði sjötta leiknum í röð og liðið kemst ekki í úrslitakeppnina en þeim árangri náði liðið í fyrsta sinn í fyrra. Gerald Henderson var stigahæstur með 21 stig í liði Charlotte.Indiana – New York 109-110 Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna fyrir New York 4,9 sek. fyrir leikslok og hann varði síðan skottilraun frá Danny Granger þegar hann reyndi að tryggja heimamönnum sigur á síðustu sekúndunni. New York skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir aðhafa verið undir 109-103, en Indiana hitti ekki úr sex síðustu skotum sínum í leiknum. Anthony skoraði alls 34 stig fyrir New York sem er þessa stundina í sjötta sæti Austurdeildar en Philadelphia er í sætinu þar fyrir neðan með einum sigurleik færra.Dallas – Phoenix 115-90 Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas og Shawn Marion bætti við 18 og tók að auki 11 fráköst. Dallas vann alla fjóra leikina hjá þessum liðum í vetur en það hefur ekki gerst frá tímabilinu 1986-1987. Golden State – Sacramento Kings 103-104 Toronto – New Jersey 99-92 Memphis – New Orleans 111-89
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira