Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Skúli Magnússon er ritari EFTA dómstólsins. Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli. Icesave Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli.
Icesave Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira