Rosberg: Erfið byrjun á tímabilinu 13. apríl 2011 09:32 Nico Rosberg hjá Mercedes. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher mæta á Sjanghæ Formúlu 1 brautina í Kína um helgina og keppa í þriðja Formúlu 1 móti ársins. Rosberg varð í þriðja sæti í mótinu í Sjanghæ í fyrra. „Brautin í Sjanghæ er skemmtilegt viðfangsefni og ég á góðar minningar frá því í mótinu í fyrra, þar sem ég var í þriðja sæti á verðlaunapallinum", sagði Rosberg um mótið á sunnudaginn í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Byrjunin á tímabilinu í ár hefur verið erfið, en ég hlakka til að snúa gangi mála okkur í hag um helgina. Ég kann vel við að aka brautina og hefur verið fljótur á henni. Við hefðum getað náð ofar í tímatökum í Malasíu, þannig að ég veit að það býr meira í bílnum, þegar allt virkar sem skyldi. Við vinnum hörðum höndum að því að láta það gerast." Schumacher varð aðeins ellefti á ráslínu í Malasíu og hefur ekki gengið vel í tímatökum á árinu og hefur ekki komist í stigasæti í keppni, né heldur Rosberg. „Ég hlakka til mótsins í Sjanghæ og verkefnisins. Við höfum smá tíma til undirbúnings eftir mótið um síðustu helgi. Við erum að læra og mætum með opnum hug til leiks í næsta mót. Erum með metnað til að gera betur en í fyrstu mótunum. Aðdáendur okkar í Kína eru áhugasamir og veita stuðning og við munum gera okkar besta til að sýna okkar besta", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira