Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins 15. apríl 2011 10:10 Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. Glencore er aðaleigandi Century Aluminium sem aftur á og rekur Norðurál á Grundartanga. Í frétt um málið í Financial Times segir að öflug markaðsstaða Glencore hafi jafnvel komið reyndustu hrávörumiðlurunum á óvart. Glencore þurfti að gefa upp opinberlega umsvif sín í tengslum við markaðsskráningu félagsins í kauphallirnar í London og Hong Kong. Eins og fram hefur komið í fréttum ætlar Glencore að setja 20% af hlutafé sínu á markað en verðmæti þess er talið nema yfir 11 milljörðum dollara og verðmæti Glencore í heild því talið nema hátt í 60 milljarða dollara. Financial Times segir að um leið og Glencore skráir sig á markaðinn í London komist það inn í úrvalsvísitölu kauphallarinnar, FTSE 100 Index, á fyrsta degi viðskipta. Yrði það í fyrsta skipti í 25 ár sem slíkt gerist og raunar aðeins í þriðja sinn í sögunni. Tengdar fréttir Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. Glencore er aðaleigandi Century Aluminium sem aftur á og rekur Norðurál á Grundartanga. Í frétt um málið í Financial Times segir að öflug markaðsstaða Glencore hafi jafnvel komið reyndustu hrávörumiðlurunum á óvart. Glencore þurfti að gefa upp opinberlega umsvif sín í tengslum við markaðsskráningu félagsins í kauphallirnar í London og Hong Kong. Eins og fram hefur komið í fréttum ætlar Glencore að setja 20% af hlutafé sínu á markað en verðmæti þess er talið nema yfir 11 milljörðum dollara og verðmæti Glencore í heild því talið nema hátt í 60 milljarða dollara. Financial Times segir að um leið og Glencore skráir sig á markaðinn í London komist það inn í úrvalsvísitölu kauphallarinnar, FTSE 100 Index, á fyrsta degi viðskipta. Yrði það í fyrsta skipti í 25 ár sem slíkt gerist og raunar aðeins í þriðja sinn í sögunni.
Tengdar fréttir Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05