Hamilton vann æsispennandi Kína kappakstur 17. apríl 2011 10:20 Lewis Hamilton fagnar í Kína í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull. Webber vann sig upp úr átjándi sæti á ráslínu í það þriðja, eftir frábæra frammistöðu, en miklar sviptingar voru í mótinu frá upphafi til enda. Ljóst þykir að nýjar reglur um stillanlega afturvængi á bílunum bjóða upp á meiri framúrakstur í mótum og var stöðubarátta í algleymingi alla keppnina. Þá beittu keppnislið mismunandi þjónustuáætlunum varðandi umskipti á dekkjum og það gerði gæfumuninn hjá mörgum ökumönnum. Með sigrinum bætti Hamilton stöðu sýna í stigamótinu gagnvart Vettel, sem hafði unnið tvö fyrstu mót ársins. Hamilton var þriðji á ráslínu, en sýndi mikla festu undir lokin þegar hann fór framúr bæði Hamilton og Vettel, sem höfðu verið í fyrsta og öðru sæti á ráslínu. Button náði forystu í mótinu um tíma, en varð að gefa eftir. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h36:58.226 2. Vettel Red Bull-Renault + 5.198 3. Webber Red Bull-Renault + 7.555 4. Button McLaren-Mercedes + 10.000 5. Rosberg Mercedes + 13.448 6. Massa Ferrari + 15.840 7. Alonso Ferrari + 30.622 8. Schumacher Mercedes + 31.206 9. Petrov Renault + 57.404 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:03.273 Stigastaðan 1. Vettel 68 1. Red Bull-Renault 105 2. Hamilton 47 2. McLaren-Mercedes 85 3. Button 38 3. Ferrari 50 4. Webber 37 4. Renault 32 5. Alonso 26 5. Mercedes 16 6. Massa 24 6. Sauber-Ferrari 7 7. Petrov 17 7. Toro Rosso-Ferrari 4 8. Heidfeld 15 8. Force India-Mercedes 4 Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull. Webber vann sig upp úr átjándi sæti á ráslínu í það þriðja, eftir frábæra frammistöðu, en miklar sviptingar voru í mótinu frá upphafi til enda. Ljóst þykir að nýjar reglur um stillanlega afturvængi á bílunum bjóða upp á meiri framúrakstur í mótum og var stöðubarátta í algleymingi alla keppnina. Þá beittu keppnislið mismunandi þjónustuáætlunum varðandi umskipti á dekkjum og það gerði gæfumuninn hjá mörgum ökumönnum. Með sigrinum bætti Hamilton stöðu sýna í stigamótinu gagnvart Vettel, sem hafði unnið tvö fyrstu mót ársins. Hamilton var þriðji á ráslínu, en sýndi mikla festu undir lokin þegar hann fór framúr bæði Hamilton og Vettel, sem höfðu verið í fyrsta og öðru sæti á ráslínu. Button náði forystu í mótinu um tíma, en varð að gefa eftir. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h36:58.226 2. Vettel Red Bull-Renault + 5.198 3. Webber Red Bull-Renault + 7.555 4. Button McLaren-Mercedes + 10.000 5. Rosberg Mercedes + 13.448 6. Massa Ferrari + 15.840 7. Alonso Ferrari + 30.622 8. Schumacher Mercedes + 31.206 9. Petrov Renault + 57.404 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:03.273 Stigastaðan 1. Vettel 68 1. Red Bull-Renault 105 2. Hamilton 47 2. McLaren-Mercedes 85 3. Button 38 3. Ferrari 50 4. Webber 37 4. Renault 32 5. Alonso 26 5. Mercedes 16 6. Massa 24 6. Sauber-Ferrari 7 7. Petrov 17 7. Toro Rosso-Ferrari 4 8. Heidfeld 15 8. Force India-Mercedes 4
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira