Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur.
Það var Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti SÍ, sem seldi taflið en hann fékk það að gjöf frá SÍ í nóvember 1972.
Skákborðið er einstakt í ljósi þess að það var notað í þriðju skák Bobby Fischers og Boris Spasskís. Borðið var að auki áritað af Fischer.
Guðmundur ákvað að bjóða borðið upp vegna fjárhagsvandræða og sagði hann í viðtali á Stöð 2 að hann vonaðist til þess að fá tvær til þrjár milljónir fyrir borðið.