Danir spara fé sem aldrei fyrr 3. apríl 2011 11:16 Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira