Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 22:15 Lee Westwood er næstbesti kylfingur heims. Nordic Photos/Getty Images Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. „Ég hef verið að pútta á teppinu heima því púttin er hvergi hraðari en á Augusta vellinum. Púttstrokan er að verða betri. Sjálfstraustið er mikið,“ segir Westwood sem er næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, á eftir Þjóðverjanum Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum. Masters mótið er fyrsta risamót ársins og varð Westwood í öðru sæti í mótinu á síðast ári á eftir Phil Mickelson. Westwood hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og er orðinn langeygur eftir fyrsta sigrinum. Hann hefur verið í topp-3 í fjórum af síðustu fimm risamótum og þykir líklegur til afreka í Masters mótinu. Westwood náði einnig efsta sætinu á heimslistanum síðasta haust og einbeitir sér nú að því að ná fyrsta risasigrinum. „Ég hlakka til að keppa í risamótunum. Ég hef verið meira í baráttunni í undanförnum risamótum og veit hvað til þarf. Ég er búinn að vera sá besti og nú á ég bara eftir að vinna risamót.“ Allir fjórir keppnisdagarnir á Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. „Ég hef verið að pútta á teppinu heima því púttin er hvergi hraðari en á Augusta vellinum. Púttstrokan er að verða betri. Sjálfstraustið er mikið,“ segir Westwood sem er næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, á eftir Þjóðverjanum Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum. Masters mótið er fyrsta risamót ársins og varð Westwood í öðru sæti í mótinu á síðast ári á eftir Phil Mickelson. Westwood hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og er orðinn langeygur eftir fyrsta sigrinum. Hann hefur verið í topp-3 í fjórum af síðustu fimm risamótum og þykir líklegur til afreka í Masters mótinu. Westwood náði einnig efsta sætinu á heimslistanum síðasta haust og einbeitir sér nú að því að ná fyrsta risasigrinum. „Ég hlakka til að keppa í risamótunum. Ég hef verið meira í baráttunni í undanförnum risamótum og veit hvað til þarf. Ég er búinn að vera sá besti og nú á ég bara eftir að vinna risamót.“ Allir fjórir keppnisdagarnir á Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira