Jóhanna og Dagur gefa flokksmönnum línuna 6. apríl 2011 19:38 Mynd/GVA „Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu,“ segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í tölvubréfi til flokksmanna. Þau segja þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn ekki snúast um ríkisstjórnina. „Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.“ Meiri kostnaður Jóhanna og Dagur segja að fyrirliggjandi samningur, sem 70% alþingismanna samþykkti, geri ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendi til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar. Þá segja þau kostnað samfélagsins af Icesave-deilunni hafi hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt sé að fullyrða að sá kostnaður sé og verði mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega felli á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið sé óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verði Icesave fyrir íslenska þjóð.Hvert atkvæði skiptir máli „Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands,“ segja Jóhanna og Dagur í bréfinu. „Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.“ Icesave Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Sjá meira
„Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu,“ segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í tölvubréfi til flokksmanna. Þau segja þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn ekki snúast um ríkisstjórnina. „Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.“ Meiri kostnaður Jóhanna og Dagur segja að fyrirliggjandi samningur, sem 70% alþingismanna samþykkti, geri ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendi til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar. Þá segja þau kostnað samfélagsins af Icesave-deilunni hafi hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt sé að fullyrða að sá kostnaður sé og verði mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega felli á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið sé óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verði Icesave fyrir íslenska þjóð.Hvert atkvæði skiptir máli „Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands,“ segja Jóhanna og Dagur í bréfinu. „Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.“
Icesave Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent