Masters: Sagan segir að Luke Donald eigi ekki möguleika Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. apríl 2011 10:45 Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. AP Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta. Keppendur eru ekki mikið að stressa sig yfir þessu par 3 holu móti þar sem að börn þeirra og jafnvel foreldrar eru kylfuberar. Donald, sem er í fjórða sæti heimslistans, lék holurnar 9 á 5 höggum undir pari eða 22 höggum. Jafnir í öðru sæti var sigurvegari Mastersmótsins árið 2009, Angel Cabrera frá Argentínu, og Raymond Floyd sem sigraði á Mastersmótinu árið 1976. Donald var ánægður með sigurinn og virðist hann vera í góðu standi fyrir mótið. „Það er alltaf góð tilfinning að slá boltann nálægt holu með fleygjárnunum. Ég gerði það í dag og á þessum velli eru mörg högg mjög lík þeim sem við þurfum að slá úti á Augusta vellinum," sagði Donald en besti árangur hans á Mastersmótinu er 3. sætið árið 2005. Þetta var í 51. sinn sem mótið fer fram en Sam Snead var sá fyrsti sem vann mótið árið 1960. Eins og áður segir hefur það aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 mótinu hafi staðið uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu líka. Floyd hefur komist næst því en hann tapaði í bráðabana árið 1990 gegn Nick Faldo en Floyd sigraði á par 3 holu mótinu það sama ár. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á par 3 holu mótinu í fyrra en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu 2010. Oosthuizen gerði aðeins betur á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews í fyrra þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta. Keppendur eru ekki mikið að stressa sig yfir þessu par 3 holu móti þar sem að börn þeirra og jafnvel foreldrar eru kylfuberar. Donald, sem er í fjórða sæti heimslistans, lék holurnar 9 á 5 höggum undir pari eða 22 höggum. Jafnir í öðru sæti var sigurvegari Mastersmótsins árið 2009, Angel Cabrera frá Argentínu, og Raymond Floyd sem sigraði á Mastersmótinu árið 1976. Donald var ánægður með sigurinn og virðist hann vera í góðu standi fyrir mótið. „Það er alltaf góð tilfinning að slá boltann nálægt holu með fleygjárnunum. Ég gerði það í dag og á þessum velli eru mörg högg mjög lík þeim sem við þurfum að slá úti á Augusta vellinum," sagði Donald en besti árangur hans á Mastersmótinu er 3. sætið árið 2005. Þetta var í 51. sinn sem mótið fer fram en Sam Snead var sá fyrsti sem vann mótið árið 1960. Eins og áður segir hefur það aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 mótinu hafi staðið uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu líka. Floyd hefur komist næst því en hann tapaði í bráðabana árið 1990 gegn Nick Faldo en Floyd sigraði á par 3 holu mótinu það sama ár. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á par 3 holu mótinu í fyrra en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu 2010. Oosthuizen gerði aðeins betur á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews í fyrra þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira