Gætu beitt sér gegn Íslandi innan EES 7. apríl 2011 18:36 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni. Icesave Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni.
Icesave Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira