NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. apríl 2011 09:00 Derrick Rose skoraði alls 30 stig fyrir heimamenn og hann gaf 8 stoðsendingar en hann er mjög líklegur til þess að vera valin leikmaður ársins í lok deildarkeppninnar, MVP. AP Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið. Chicago er í efsta sæti Austurdeildar með 58 sigurleiki og 20 tapleiki en Boston er í öðru sæti með 54 sigra og 24 töp. Margir búast við því að þessi lið leiki til úrslita í Austurdeildinni og eftir sigurinn í gær er ljóst að Chicago er nánast búið að tryggja sér heimavallaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Miami Heat, sem er í þriðja sæti, á ekki lengur möguleika á efsta sætinu og Boston á aðeins tölfræðilega möguleika á efsta sætinu. Góður leikkafli Bulls í síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum en Chicago er eitt besta varnarlið deildarinnar. Derrick Rose skoraði alls 30 stig fyrir heimamenn og hann gaf 8 stoðsendingar en hann er mjög líklegur til þess að vera valin leikmaður ársins í lok deildarkeppninnar, MVP. Enski landsliðsmaðurinn Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer skoraði 14 og tók 12 fráköst. Paul Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen náðu aðeins að skora 32 stig samtals og áttu þeir í vandræðum gegn sterkri vörn Chicago. Það er ljóst hvaða átta lið leika til úrslita í Austurdeildinni og miðað við stöðuna eins og hún er núna þá mætast eftirfarandi lið: Chicago (1) – Indiana (8) Boston (2) – Philadelphia (7) Miami (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Hvernig er staðan fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni?Utah Jazz á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina.APÍ Vesturdeildinni er aðeins barist um eitt laust sæti í úrslitakeppninni og þar eru það Memphis og Houston sem eiga möguleika á 8. sætinu. Houston er þremur sigurleikjumá eftir Memphis og það þarf allt að ganga upp hjá Houston á lokakaflanum til þess að það gangi upp. Eins og staðan er núna þá mætast eftirfarandi lið í fyrstu umferð Vesturdeildar: San Antonio Spurs (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5) NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið. Chicago er í efsta sæti Austurdeildar með 58 sigurleiki og 20 tapleiki en Boston er í öðru sæti með 54 sigra og 24 töp. Margir búast við því að þessi lið leiki til úrslita í Austurdeildinni og eftir sigurinn í gær er ljóst að Chicago er nánast búið að tryggja sér heimavallaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Miami Heat, sem er í þriðja sæti, á ekki lengur möguleika á efsta sætinu og Boston á aðeins tölfræðilega möguleika á efsta sætinu. Góður leikkafli Bulls í síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum en Chicago er eitt besta varnarlið deildarinnar. Derrick Rose skoraði alls 30 stig fyrir heimamenn og hann gaf 8 stoðsendingar en hann er mjög líklegur til þess að vera valin leikmaður ársins í lok deildarkeppninnar, MVP. Enski landsliðsmaðurinn Luol Deng skoraði 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer skoraði 14 og tók 12 fráköst. Paul Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen náðu aðeins að skora 32 stig samtals og áttu þeir í vandræðum gegn sterkri vörn Chicago. Það er ljóst hvaða átta lið leika til úrslita í Austurdeildinni og miðað við stöðuna eins og hún er núna þá mætast eftirfarandi lið: Chicago (1) – Indiana (8) Boston (2) – Philadelphia (7) Miami (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Hvernig er staðan fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni?Utah Jazz á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina.APÍ Vesturdeildinni er aðeins barist um eitt laust sæti í úrslitakeppninni og þar eru það Memphis og Houston sem eiga möguleika á 8. sætinu. Houston er þremur sigurleikjumá eftir Memphis og það þarf allt að ganga upp hjá Houston á lokakaflanum til þess að það gangi upp. Eins og staðan er núna þá mætast eftirfarandi lið í fyrstu umferð Vesturdeildar: San Antonio Spurs (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira