Ítalska tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað í Hong Kong í júlí næstkomandi. Þetta hefur Bloomberg fréttaveitan eftir heimildarmönnum.
Í fréttinni segir að samkvæmt heimildum gæti markaðsskráningin haft það í för með sér að markaðsverðmæti Prada yrði skráð 10,7 milljarðar dollara, eða rúmlega 1.200 milljarðar kr. fyrir utan skuldir.
Það er ekki nýtt af nálinni að Prada vilji komast í kauphöllina. Slíkt hefur tískuhúsið reynt alls fimm sinnum á síðustu 10 árum en án árangurs.
Tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað
