Áfram-hópurinn: Segjum Já við Icesave 24. mars 2011 14:30 Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins. Icesave Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins.
Icesave Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira