Áfram-hópurinn: Segjum Já við Icesave 24. mars 2011 14:30 Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins. Icesave Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira
Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins.
Icesave Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira